Logo
Blaðið /
Dagur íslenskra sjómanna
Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi í áratugi með veglegri dagskrá. Guðmundur Hallvarðsson segir hér frá fyrsta sjómannadeginum sem haldinn var hátíðlegur 6.júní 1938.
Dagur íslenskra sjómanna image

Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Íslandi árið 1938 til að heiðra íslenska sjómenn og minna á mikilvægi sjómennskunnar fyrir íslensku þjóðina. Á sjómannadaginn er þeirra minnst sem hafa fórnað lífi sínu á sjó og dagurinn minnir okkur á að án sjómanna væri sagan okkar og samfélagið mjög ólíkt því sem það er í dag.

Sjómanndagsráð hefur frá upphafi séð um skipulagða dagskrá á sjómannadaginn með minningarathöfn um drukknaða sjómenn, sjómannamessu og svo heiðrun sjómanna. Hátíðarhöldin hlutu mikinn meðbyr strax á fyrsta degi og dagskráin fyrstu árin einkenndist m.a. af hópgöngu sjómanna með útifundi þar sem helstu baráttumál voru rædd, íþróttakeppnum sjómanna og sjómannafagnaði um kvöldið. 

Guðmundur Hallvarðsson, fyrrum stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, segir hér frá því hvernig fyrsti Sjómannadagurinn fór fram, árið 1938.

„Það tóku allir þátt í þessari athöfn og þarna voru í kringum Leifsstyttuna um einn þriðji af öllum sem bjuggu í Reykjavík,“ segir Guðmundur Hallvarðsson um fyrsta sjómannadaginn.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá hátíðarhöldum á sjómannadaginn.

Skrúðganga á sjómannadaginn árið 1943.

Hátíðarhöld við styttu Leifs Eiríkssonar á sjómannadaginn árið 1948.

Reiptog sjómanna á hátíðarhöldum 1943.

Blómsveigur lagður á leiði óþekkta sjómannsins árið 1943.

Vaskir sjómenn á hátíðarhöldum sjómannadagsins árið 1943.