Tilboð
Hraðlestin
11:30-21:00
Hátíðarsvæði
Hraðlestin fagnar Sjómannadeginum með þremur nýjum indverskum sjávarréttum úr íslenskum sjávarafurðum. Réttirnir verða í boði bæði laugardag og sunnudag á meðan birgðir endast, aðeins á Hraðlestinni Grandagarði 23 milli 11:30-21:00.

Sjómannadags-seðill Hraðlestarinnar
MALABAR LAX
Lax í sósu úr engifer, hvítlauk, túrmerik, tómötum og kókosmjólk.
MEEN MOILEE
Pönnusteikt ýsa í mildri kókossósu frá Kerala.
FISKIBOLLUR
Indversk útgáfa af sígildum rétti. Stökkar, kryddaðar fiskibollur með ferskum jurtum og chili mayo.
Hægt er að panta alla réttina saman á sérstöku Sjómannadags-Thali eða hvern rétt fyrir sig.