Afþreying
Klifurhúsið
12:00-14:00
Hátíðarsvæði
Klifurhúsið ætlar í samstarfi við happdrætti DAS, að halda Deep Water Solo keppni á Sjómannadaginn 2025
Deep Water Solo er klifurkeppni á klifurvegg sem settur verður upp á bryggjunni og er yfirhangandi yfir sjónum.
Endilega mætið og keppið eða fylgist með fjörinu, við lofum góðri skemmtun.

Keppnin fer fram á bryggjunni beint á móti Marshallhúsinu.
Við mælum með því að mæta snemma þar sem oft er mikil umferð er á svæðinu á þessum tíma.
Keppendur geta mætt kl 10:00 til að prófa leiðirnar.
Keppnin sjálf er aðeins fyrir 13 ára og eldri. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig hér: https://docs.google.com/…/1qMY0vgNCr3…/edit
Við hlökkum mikið til að sjá sem flesta!
P.S. Keppendur muni eftir sundfötum.