Sjókastið
#2 – Svandís Svavarsdóttir – kvenskörungur með stórt hjarta
Í þessum einlæga og opinskáa þætti af Sjókasti ræðir Aríel við Svandísi Svavarsdóttur, fyrrverandi matvælaráðherra með meiru. Hún segir okkur frá sínu lífshlaupi – allt frá uppvexti og mótandi æskuárum til baráttu við persónuleg áföll og álagsmikil ár í pólitík.

Við ræðum pólitíska ólgusjóinn, ákvarðanir sem kosta og reynsluna af því að vera í eldlínunni. Sjávarútvegurinn, umhverfismál, heilbrigðiskerfið og gildin sem drífa hana áfram fá einnig sitt pláss í þessu áhrifaríka viðtali.
Svandís opnar sig um sársauka og styrk, sorg og von – og sýnir okkur að baki stjórnmálakonunni býr kona með hjarta, húmor og óbilandi eldmóð.
Framleiðsla, klipping, hljóð og ljós: Arnar Steinn Einarsson