Sjókastið
#6 – Guðmundur Kristjánsson í Brimi – Útgerðarmaðurinn sem syndir á móti straumnum
Í þessum þætti af Sjókastinu hittum við Guðmund Kristjánsson, útgerðarmann og forstjóra Brims. Guðmundur ræðir æskuárin á Rifi, hvernig hann fetaði sín fyrstu skref í íslenskum sjávarútvegi og hvernig hann byggði upp eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins.

Við komumst að því hvernig ungi og hlýðni drengurinn frá Rifi breyttist í stórútgerðarmann með sterkar skoðanir og skarpa sýn á framtíð greinarinnar. Guðmundur fer óhræddur í afstöðu sína gagnvart stjórnvöldum og þekkingarskort þeirra á sjávarútvegi og fiskveiðum og segir sína skoðun hispurslaust.
Þátturinn er opinská og kraftmikil umræða um sjávarútveginn og þar duga engin vettlingatök. Guðmundur talar tæpitungulaust um áskoranir greinarinnar og hvernig hann sér framtíð útgerðarinnar þróast.
Hlustaðu á þáttinn og kynnstu Guðmundi Kristjánssyni frá nýju sjónarhorni – bæði sem einstaklingi og stórútgerðarmanni.