Tónlist
Anní Jr
14:00-14:20
Stóra sviðið

Einn ástsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma fær nú nýtt líf með kraftmiklum hópi ungra leikara. Anní jr. er hjartnæm og lífleg saga um stúlkuna hugrökku sem lætur ekkert stöðva sig í leitinni að betra lífi – jafnvel þegar heimurinn virðist stundum grár. Með ógleymanlegum lögum eins og Á morgun og Hundalíf lofar sýningin bæði innblæstri, hlátri og sannri gleði.
Anní Jr verður á stóra sviðinu á Sjómannadaginn!