Sýning
BAHNS / Kiosk Grandi
14:20-15:00
Hátíðarsvæði
Fatafyrirtækið BAHNS stendur fyrir hinum árlega koddaslag á planka á Vesturbugt (við hlið Kaffivagnsins) á Sjómannadaginn.
Merkið vann nýverið Hönnunarverðlaun Íslands í flokknum vara og eru peysur þess nú kallaðar "nýja íslenska ullarpeysan"

Koddaslagurinn í ár samanstendur af 8 kjarnakonum úr allskonar áttum. Nemar, leikarar, framleiðendur og þar fram eftir götunum.
Allar eiga þær það sameiginlegt að vera með mikið keppnisskap og húmorinn á réttum stað. Keppnin mun hefjast í kringum klukkan 14.20 og standa þar til leikum hefur lokið. Um er að ræða rammheiðarlega útsláttarkeppni en veðbankinn er á sínum stað þar sem hægt er að veðja á keppendur en sigurvegarinn fer heim með farandbikar BAHNS, flugfiskinn góða. Veðbankann finnið þið á heimasíðu BAHNS www.bahns.is
Nánar upplýsingar um hvern keppanda verða settar inn á instagram síðu BAHNS @bahns_rvk – gott er að mynda sér skoðun á keppendum þar.