Sjókastið
#16 Vilhjálmur Birgisson – Baráttumaður af Skaganum
Beinskeyttur, persónulegur og á köflum hvass þáttur sem lætur engan ósnortinn. Hlustaðu á Sjókastið á Spotify og YouTube

Í þessum þætti af Sjókastinu ræðir Aríel Pétursson við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambands Íslands og Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur hefur lengi verið einn skýrasti og beinskeyttasti talsmaður launafólks á Íslandi — maður sem hikar ekki við að segja hlutina eins og þeir eru.
Í þættinum fer Aríel með Vilhjálmi yfir lífshlaup hans, baráttu fyrir réttlæti á vinnumarkaði og hvernig uppeldi og reynsla úr sjávarplássi mótaði sýn hans á samfélagið.Þeir ræða stöðu sjómanna, kjarasamninga, launajafnrétti, verðbólgu og ábyrgð stjórnvalda — og spyrja hvort stéttabarátta dagsins í dag sé sú sama og áður.