Sjókastið
#18 Þór Sigfússon – Guðfaðir Sjávarklasans
Þór Sigfússon hefur gegnt lykilhlutverkum í íslensku viðskiptalífi allt frá því að stýra Verzlunarráði og Sjóvá yfir í að stofna og leiða Íslenska sjávarklasann. Í þessum þætti ræðum við líf hans og leiðir, hugmyndina um „100% nýtingu“ sjávarauðlinda og hvernig samstarf, tengslanet og nýsköpun geta umbreytt heilli atvinnugrein. Við förum líka inn í manneskjuna sjálfa. Hvað drífur hann áfram og hvaða lærdóma hann hefur dregið frá árunum í viðskiptum og frumkvöðlastarfi. Hefur klasinn í raun skilað þeim árangri sem stefnt var að? Og hvað þarf að breytast til að sjávarútvegurinn verði fyrirmynd hringrásarhagkerfis framtíðarinnar?

Þór Sigfússon hefur gegnt lykilhlutverkum í íslensku viðskiptalífi allt frá því að stýra Verzlunarráði og Sjóvá yfir í að stofna og leiða Íslenska sjávarklasann.



