Logo
Sjókastið
#8 – Eiríkur Ingi Jóhannsson – Sjómaðurinn sem fór í forsetaframboð
Eiríkur lifði fjóra tíma í ísköldum sjó eftir að Hallgrímur SI-77 sökk undan ströndum Noregs þar sem þrír fórust. Hann hjólaði einn fimm sinnum kringum Íslands og seinna meir hringinn um Írland – og bauð sig svo fram til forseta Íslands.
#8 – Eiríkur Ingi Jóhannsson – Sjómaðurinn sem fór í forsetaframboð image

Í þessum þætti af Sjókastinu sest Eiríkur Ingi Jóhannsson við borðið og segir frá ævintýrum sínum, lífsháska, þögninni eftir storminn og hvers vegna hann ákvað að gefa kost á sér í æðsta embætti þjóðarinnar – og fékk fæst atkvæði í sögunni.

Við ræðum:

  • Slysið sem breytti öllu
  • Hvernig hann lifði af
  • Þrautsegjuna sem kom honum gegnum hjólreiðakeppnir
  • Hugsjónir um lýðræði og forsetaembættið

Þetta er opinská og einlæg frásögn manns sem þorir að fara eigin leiðir – og segir hlutina beint út.




Sjókastið