Logo
Sýning
BMX BRÓS
14:20-15:00
Stóra sviðið
BMX BRÓS image

BMX BRÓS urðu til í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti Ísland Got Talent árið 2015. Þar höfnuðu þeir í 2.sæti og heilluðu þjóð með áhættusömum kúnstum og orkumikilli framkomu. Þar voru þeir Benedikt og Magnús í fyrsta skiptið að gera listir á BMX hjólunum fyrir framan áhorfendur, fyrir keppnina höfðu þeir einungis horft á þetta magnaða sport sem áhugamál. Í kjölfarið opnuðust dyr inn í heim sýninga og kennslu. ​Vegna mikillar eftirspurnar fysta árið var honum Antoni bætt við í teymið. Síðan þá hafa þeir þrír verið ötulir við að sýna og kenna listir á hátíðum um land allt.

Kort af svæðinu 

Meira spennandi