Sýning
Fjaran
Allan daginn
Hátíðarsvæði
Fjaran er sýning Náttúruminjasafns Íslands og Umhverfis- og orkustofnunar í samstarfi við listakonuna Katrínu Þorvaldsdóttur.
Í Verbúð 57 verður sýning og fræðsla um fjöruna, lífríki hennar og umgengni okkar um hafið.
Tvær skapandi smiðjur verða haldnar yfir daginn
Kl. 12 - Litahjól með litum hafsins
Blöndum litum með ljósi!
Kl. 14 - Maríglar og skollakoppar
Lærum að búa til ígulker úr ull!
Sýningin er liður í viðburðadagskrá Icewater, sem er samstarfsverkefni vísindafólks, sveitarfélaga, fyrirtækja og stjórnvalda. Verkefnið er samfjármagnað af Evrópusambandinu. Markmiðið er að bæta vatnsgæði í ám, vötnum, sjó og grunnvatni um allt land. Verkefnið hjálpar okkur að hugsa betur um þá mikilvægu auðlind sem vatnið okkar er.

Sýningin er í verbúð 57, á móti Granda mathöll.